Umhverfisþættir og vöktun
Vöktun á uppsprettuþáttum
Allar mælingar eru framkvæmdar samkvæmt mæliáætlun í grein 3.1 í starfsleyfi. Alls eru vaktaðir 35 þættir í innri vöktun, þ.e.a.s. losun innan lóðarmarka Elkem Ísland. Efni í útblæstri, frárennsli og kísilryki sem og hávaði frá starfseminni eru mæld reglulega. Fylgst er með virkni reykhreinsivirkja með sívöktun á neyðarreyklosi frá ofnum verksmiðjunnar. Ryk er mælt í 19 útblástursopum, þ.e. um þakháfa og þakop í ofnhúsi, frá hreinsivirkjum töppunarreyks, útsteypingar og mölunar. Fylgst er með losun kolefnistvíoxíðs (CO2), brennisteinstvíoxíðs (SO2) og nituroxíðs (NOx). Í frárennsli frá verksmiðjunni er mælt magn svifagna, olíu og fitu, ásamt sýrustigi og málmum.
Allar umhverfismælingar eru framkvæmdar af faglegum, heiðarlegum og óháðum aðilum undir eftirliti Umhverfisstofnunar.