Iðnaður í þágu umhverfis
Kísilmálmur þjónar bættri orkunýtingu og orkuskiptum
Megnið af málminum fer í rafmagnsstál og annan búnað sem bætir orkunýtingu rafmótora, t.d. í rafbílum og vindmyllum. Þannig er framleiðsluvara Elkem Ísland mikilvæg fyrir orkuskipti heimsins m.a. til þess að sporna við hnattrænni hlýnun. Starfsfólk Elkem Ísland eru því þátttakendur í að ná fram heimsmarkmiðum á sviði loftlagsmála.
Í yfirhundrað ár hefur Elkem samsteypan verið frumkvöðull í tækniþróun í kísiliðnaði og haft frumkvæði að þróun lausna á sviði umhverfismála. Elkem Ísland framleiðir og selur kísilmálm (sem í daglegu tali er kallað FeSi eða kísiljárn) með 65% - 75% kísil. Restin er aðallega járn og önnur snefilefni (Al, Ca, Ti, C). Málmurinn er sérhæfður til íblöndunar í stáliðnaði og í járnsteypu og sérsníðir fyrirtækið framleiðslu sína fyrir viðskiptavini um allan heim og framleiðir núum 170 mismunandi tegundir af málmi. Fyrirtækið notar vistvæna vatnsaflsorku við framleiðslu sína og er framleiðslan bæði vottuð samkvæmt gæðastjórnunar- og umhverfisstjórnunarstöðlum.
Fyrsta kolefnishlutlausa kísilmálsverksmiðjan
Elkem Ísland hefur sett það markmiðað starfsemin verði með öllu kolefnishlutlaus eigi síðar en árið 2040 sem þýðir jafnframt að Elkem Ísland verður fyrsta kolefnishlutlausa kísilmálmsverksmiðjan í Evrópu. Markmiðið er raunhæft og er vegferðin hafin eins og sjá má á eftirtöldum verkefnum sem Elkem vinnur að. Við setjum okkur þetta markmið, því að við vitum að þetta er mögulegt. Vegferðin okkar er hafin og mörg telja verkefnin sem unnið er að bæði þegar við kemur úrgangsmálum og aukaafurðum. Vinnan okkar er að hugsa í lausnum og nýjungum ásamt því að draga rétta aðila að borði með okkur í vinnu þannig að markmiðið okkar náist.
Orkuendurvinnsla sem samsvarar notkun 60 þúsund heimila
Starfsemi Elkem Ísland losar umtalsvert af varma við framleiðslu kísilmálms. Hægt er að nýta varmann sem glatast til að framleiða um 25 MW af rafmagni sem er um 20% endurheimt ánotuðu rafmagni sem samsvarar notkun um 60 þúsund íslenskra heimila. Áformuð er orkuendurvinnsla á Grundartanga en með tilkomu hennar mun flutningskerfið styrkjast, draga mun úr orkutapi og færi á bættri nýtingu frá virkjunum landsmanna munu skapast. Orkuendurvinnsla á Grundartanga mun hafa í för með sér aukna verðmætasköpun án nýrra virkjunarkosta. Þetta verður fyrsta skrefið í gerð fjölnýtingaklasa á Grundartanga þar sem fyrirtæki færa sér í nyt ónýttar aukaafurðir annarra fyrirtækja til verðmætasköpunar. Hér eru á ferðinni mjög áhugaverð áform sem munu auka sjálfbærni á svæðinu og leiða til tækifæra við frekari úrvinnsluafurða og nýsköpunar og gegnir Elkem þar lykilhlutverki.
FÖNGUN CO2
Samhliða orkuendurvinnslunni verða kannaðir möguleikar á föngun CO2 úr afgasi frá ofnum verksmiðjunnar á Grundartanga. Í samvinnu við norskt verkfræðifyrirtæki er verið að kanna þessa möguleika. Þegar gasið hefur verið fangað eru ýmsir möguleikar á nýtingu þess. Unnt er að framleiða úr því lífeldsneyti, svo sem metan, metanól eða lífdísel. Þá er einnig unnt að dæla CO2 niður í jörðina til binda það varanlega með aðferðum sem Carbfix hefur þróað. Ætlunin er að Carbfix hefji tilraunaboranir og tilraunir með niðurdælingu á Grundartanga í sumar 2022 til að kanna þetta frekar.
Verðmæti á villigötum
Nýsköpun hjá Elkem Ísland skilar umhverfislegum ávinningi
Elkem hefurtekið stór skref í áttina að sjálfbærri meðferð og skilvirkri nýtingu náttúruauðlinda. Það er stefna Elkem Ísland að endurvinna og endurnýta allar aukaafurðir sem falla til við framleiðsluna, lágmarka sóun og auka sjálfbærni rekstrarins. Með því að nýta fínefni og aukaafurðir í framleiðslunni minnkarútblástur gróðurhúsalofttegunda, notkun hráefna og raforku. Elkem hefur tekist að útbúa sjálfbæra lausn sem er umhverfisvæn og hefur fjárhagslegan og rekstrarlegan ávinning og þar með lagt lóð sín á vogarskálarnar til að draga úr hlýnun jarðar, stuðla að skilvirkri nýtingu náttúruauðlinda á heimsvísu og bæta nýtingu raforku á Íslandi. Nýsköpun hjá Elkem við að hanna hráefni dregur úrnotkun auðlinda sem unnar eru úr jörðu, minnkar úrgang um allt að 10.000 tonn áári og sparar útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna flutnings.
Fínefni
Elkem hefurunnið markvisst að því að nýta aukaafurðir framleiðsluferilsins sem annars eru seldar eða urðaðar. Ein af aukaafurðum sem falla til við framleiðsluna eru fínefni. Fínefnin eru áfram notuð í framleiðslunni til þess að stýra betur hitastigi og vegna fjárhagslegs ábóta. Við íblöndun fínefna tapaðist hátt í 40% sem endaði ýmist í afsogskerfinu, á gólfinu eða í hliðum á deiglunum. Frá 2016 hefur Elkem markvist aukið nýtingu fínefna við íblöndun til þess að skapa betra vinnuumhverfi við töppun og um leið nýta aukaafurðina betur með bættum búnaði með nýsköpun að leiðarljósi. Verkefninu lauk árið 2021 með allt að 100% nýtingu við íblöndun fínefna á öllum ofnumverksmiðjunnar.
Forskiljuryk
Auk fínefna, myndast forskiljuryk við síun á afsogsryki frá ofnum sem er urðað í flæðigryfju. Á ári hverju eru u.þ.b. 1300 tonn af forskiljuryki urðuð sem hefur bæði neikvæð áhrif á umhverfið sem og er kostnaðarsamt fyrir fyrirtækið. Elkem hefur skoðað endurnýtingu á forskiljurykinu og er það verkefni að verða að veruleika. Í þessu verkefni er forskiljurykið notað til hreinsunar á málminum og kemur að hluta til í staðinn fyrir eitt afokkar hráefnum í hreinsuninni. Markmiðið er að lágmarka losun í flæðigryfjur. Af verkefninu er bæði umhverfislegur og fjárhagslegur ábati.
Umbreyting aukaafurða
Elkem flokkar aukaafurðir fyrirtækisins og umbreytir þeim í verðmæti. Árið 2021 voru yfir 2.200 tonn sem hefðu, annars verið seld sem aukaafurðir, með skarpari hugsun og skilvirkri gæðastjórnun seld sem full unnin vara. Í þessu felst að flokka málm úr því sem fellur til viðframleiðsluna. Málmurinn fer síðan hefðbundnar leiðir eins og fullunnin vara.
Bætt nýting hráefna við löndun
Undirbúningur er hafinn á endurbótum á hráefnasvæði þar sem verður haft að leiðarljósi bætt nýting hráefna með minni sóun. Verkefnið fellst meðal annars í að minnka fallhæðir hráefnis og draga þannig úr rykmyndun og fínefnum sem í dag berast í frárennsli eða eru urðuð í flæðigryfju.
Minnkun á útblæstri frá reykhreinsivikjum
Elkem hefur unnið að því að breyta tæknilegum búnaði í samræmi við BAT (Best avalible technich) hugmyndafræði enn æsta stóra verkefni er umbreyta reykhreinsivirkjum með það að leiðarljósi að draga umtalsvert úr losun ryks út í umhverfið sem samhliða stuðlar að bættum rekstri og betri nýtingu í framleiðslu á kísilryki. Með nýrri tækni munum við draga úrlosun á ryki frá 30 mg/m3 og niður í minna en 5 mg/m3.
Hráefni í stað urðunar
Allt frá árinu 1992 hefur fyrirtækið nýtt úrgangstimbur sem hráefni í framleiðslunni. Þannig eru endurunnin um 8.000 - 10.000 tonn árlega. Þetta er eitt umfangs mesta endurvinnsluverkefni á Íslandi. Timbrið kemur að hluta til í staðinn fyrir innflutt kol. Óbein áhrif vegna notkunar timburs eru hins vegar mun meiri ef miðað sé við að timbrið hefði verið urðað á urðunarstað. Við urðun timburs myndast metan sem er öflug gróðurhúsalofttegund. Losun gróðurhúsalofttegunda við rotnun timburs er mikil eða sem jafngildir um 900 kg af CO2 fyrir hvert tonn. Þar sem timbrið er nýtt sem lífrænt kolefni í framleiðslunni er það kolefnishlutlaust og notkun þess dregur því úr losun koldíoxíðs frá fyrirtækinu.
Árið 2009 gerði Elkem Ísland samstarfssamning við Skógrækt ríkisins um nýtingu á grisjunar viði frá Skógræktinni. Lítill markaður hefur verið fyrir grisjunarviðinn til þessa en nýtist nú sem hráefni fyrir framleiðslu á kísilmálmi í stað kola. Þetta verkefni hefur stutt Skógræktina í að koma upp tækjabúnaði, öðlast þekkingu og reynslu í umfangmikilli grisjun og miðar að því að gera skógrækt að fjárhagslega sjálfbærri atvinnugrein á Íslandi.
Auk þessa flytur Elkem Ísland inn timbur frá Kanada og Noregi. Allt þetta hefur orðið til þess að dregið hefur úrlosun frá verksmiðjunni á Grundartanga á gróðurhúsa-lofttegundum vegna minni notkunar á kolum um 18% eða um 81.000 tonn ári.