Umhverfisþættir og vöktun

Aukaafurðir

Það er stefna Elkem Ísland að endurnýta eða endurvinna allar aukaafurðir sem falla til við framleiðsluna, lágmarka sóun og auka sjálfbærni rekstursins. Elkem Ísland vinnur samkvæmt áætlun um endurnýtingu og meðhöndlun aukaafurða.

Elkem Ísland gerir einungis samninga við viðurkennda aðila um meðhöndlun aukaafurða og fer fram á að urðunarstaðir séu viðurkenndir og með starfsleyfi. Aukaafurðir eru skráðar og flokkaðar í þar til gerð merkt ílát. Árlega eru 32.000-40.000 tonn endurnýtt í framleiðsluferilinum eða seld.

Skv. gr. 2.19 í starfsleyfi Elkem Ísland þá hefur fyrirtækið heimild að losa tilteknar aukaafurðir í flæðigryju með útskolun efna í sjó. Flæðigryfjan er í umsjón Faxaflóahafna og tók notkun hennar gildi 2014.

Við hjá Elkem Ísland drögum markvisst úr áhrifum starfseminnar á innra og ytra umhverfi með nákvæmni í vöktun og stýringu á mikilvægum umhverfisþáttum. Við ætlum:

  • Að hámarka meðhöndlun aukaafurða þannig að 97% þeirra fari til endurnýtingu eða endurvinnslu fyrir árið 2025.

Í starfsleyfi Elkem Ísland er gerð krafa um að fyrirtækið skrái allar aukaafurðir sem til falla við framleiðsluna, stuðli að nýtingu endurnýjanlegs úrgangs og skili á viðurkennda móttökustöð fyrir úrgang. Fyrirtækinu er heimilt að farga skilgreindum framleiðsluúrgangi í flæðigryfjur sem skola efni í sjó. Spilliefnum skal skilað til viðurkenndrar spilliefnamóttöku.

Umhverfisáhrif aukaafurða eru mismunandi eftir tegund. Umhverfisáhrif við urðun aukaafurða tengjast helst flutningi til móttökustöðva. Við urðun er mikið landrými notað.