Umhverfisþættir og vöktun

Ryklosun

Ryklosun frá útblæstri árið 2022 var um 70 tonn eða 0,58 kg á hvert kg á hvert framleitt tonn af kísilmálmi. Heildarmagn ryks í útblæstri fæst með samantekt rauntímamælinga vegnamældrar losunar frá þakopum og þakháfum í ofnhúsi, mældri losun frá hreinsibúnaði aftöppunarreyks ofna og útsteypingar, mældum gildum frá reykhreinsivirkjum og mældum gildum frá útblæstri vegna mölunar kísilmálms.

Við hjá Elkem höfum við sett okkur markmið umfram lágmarkskröfur í starfsleyfi vegna losunar á ryki. Við ætlum:

  • Að draga úr rykmyndun vegna starfseminnar úr 90 tonnum 2018 niður í 50 tonn fyrir árslok 2025 með fjárfestingu í nýjum búnaði og þátttöku starfsfólks.

Losun kísilryks skal vera innan við 3,5 kg fyrir hvert framleitt tonn af kísilmálmi.

Losunarmörk ryks frá ofnum, aftöppun, hreinsun, íblöndun eða öðrum stöðum skal vera að meðaltali innan við 30 mg/Nm3.

Losun á ryki í útblæstri í tonnum

Losun á ryki á framleitt tonn

Mánaðarmeðaltal ryk losunar 2022
m.v.mánaðarframleiðslu kísilmálms