Umhverfisstefna

Elkem Ísland leggur metnað sinn í að starfa í sem mestri sátt við umhverfið og samfélagið. Við erum meðvituð um að rekstur fyrirtækisins skilur eftir sig umhverfisfótspor. Við höfum rannsakað og skilgreint hvaða þættir í starfseminni geta haft áhrif á umhverfið og við leggjum okkur daglega fram við að lágmarka áhrif þeirra.

Það er stefna okkar

  • Að starfa samkvæmt lögum og ákvæðum í starfsleyfi í anda stöðugra framfara með því að setja markmið umfram slíkar lágmarkskröfur þegar það á við.
  • Að draga markvisst úr áhrifum starfseminnar á innra og ytra umhverfi með nákvæmni í vöktun og stýringu á mikilvægum umhverfisþáttum.
  • Að nýta og umgangast auðlindir með virðingu.
  • Að starfsfólk Elkem og aðrir sem vinna fyrir fyrirtækið þekki umhverfisstefnuna og séu þátttakendur í að framfylgja henni.
  • Að upplýsa hagsmunaaðila og almenning um umhverfisstefnu Elkem og árangur fyrirtækisins í umhverfismálum.
  • Að sýna tryggð og hollustu gagnvart samfélaginu sem við störfum í með því að vera virkur þátttakandi í nýsköpunarverkefnum umhverfismála á Íslandi.

Markmið Elkem Ísland

Að sýna samfélagslega ábyrgð með þátttöku og uppbyggingu á sviði nýsköpunar í umhverfismálum með beinum fjárframlögum og fjár-festingum, umhverfinu og rekstri fyrirtækisins til góða.

Að draga úr rykmyndun vegna starfseminnar úr 90 tonnum 2018 niður í 50 tonn með fjárfestingu á nýjum búnaði og þátttöku starfsfólks.

Að hámarka meðhöndlun aukaafurða þannig að 97% þeirra fari til endurnýtingu eða endurvinnslu.

Að minnka kolefnisfótspor starfseminnar um 50.000 tonn af CO2  miðað við árið 2018.

Að viðhalda stöðugleika í rekstri þannig að ofnrekstur allra ofna án neyðarreykslepps haldist yfir 99,95%  á ársgrundvelli.

Markmið Elkem Ísland í umhverfismálum samræmast eftirfarandi Heims-markmiðum Sameinuðu þjóðanna