Umhverfisþættir og vöktun

Umhverfisþættir eru þeir þættir í starfsemi Elkem Ísland sem geta haft áhrif á umhverfið, til dæmis urðun aukaafurða og losun efna í andrúmsloft. Til umhverfisáhrifa telst einnig nýting á náttúruauðlindum, svo sem orku, vatni, hráefnum og landi.

Umfangsmikil vöktun vegna áhrifa rekstrar Elkem Ísland á umhverfið fer fram allan ársins hring. Vöktunin er tvískipt, annars vegar vöktun á uppsprettuþáttum innan lóðar Elkem Ísland og hins vegar vöktun á þáttum utan lóðar Elkem Ísland sem er sameiginleg umhverfisvöktun iðnfyrirtækjanna á Grundartanga.

Niðurstöður vöktunar ársins 2023 leiða í ljós að öll viðmiðunarmörk fyrir vöktunarþætti, sem sett eru fram í starfsleyfi Elkem Ísland og er að finna í reglugerðum sem eiga um fyrirtækið, eru uppfyllt í öllum tilfellum nema einu en einu. Frávik frá gr. 1.3 í starfsleyfi þar sem kröfur sem fram koma í BAT (Best Available Technique) niðurstöðum eru ekki uppfyllt að fullu.

Helstu samstarfsaðilar eru:

  • Hafrannsóknarstofnun Íslands
  • Náttúrufræðistofnun
  • Rannsóknarmiðstöð í sjávarlíffræði
  • Háskóli Íslands
  • Landbúnaðarháskóli Íslands
  • Matís
  • Skógrækt ríkisins
  • M&T Ehf.

Umhverfisstofnun hefur eftirlit með niðurstöðum allra vöktunarþátta.