Umhverfisþættir og vöktun

Losun á gastegundum

Við framleiðslu kísilmálms myndast m.a. kolefnistvíoxíð (CO2), brennisteinstvíoxíð (SO2) og nituroxíð (NOX) sem berast út í andrúmsloftið eftir hreinsivirki. Kísilryk er hreinsað í reykhreinsivirkjum verksmiðjunnar áður en afsog frá framleiðslunni fer út í andrúmsloftið.

Fyrir hvert framleitt tonn af 75% kísilmálmi var losun brennisteins (SO2) 15,1 kg árið 2023.

Losun kolefnistvíoxíðs (CO2) frá óendurnýtanlegum kolefnisgjöfum var 323.557 tonn árið 2023 en hlutfall losunar vegna notkunar lífmassa hefur aukist og er nú 99.590 tonn.

Við hjá Elkem höfum sett okkur markmið umfram lágmarkskröfur í starfsleyfi vegna losunar gróðurhúsalofttegunda. Við ætlum:

  • Að minnka kolefnisfótspor starfseminnar um 50.000 tonn af CO2 fyrir árslok 2025 miðað við árið 2018.

Við náttúrulegar aðstæður eru frumefnin kísill og járn bundin súrefni. Við framleiðslu á kísilmálmi þarf að losa súrefnissameindir í kvarsi frá kísilfrumeindum. Til þess er notað kolefni sem bindur súrefnið og myndar kolefnistvíoxíð (CO2). Enn eru ekki til aðferðir til að minnka kolefnistvíoxíð úr útblæstrinum en hægt er að draga úr hnattrænum áhrifum losunar á CO2.

Brennisteinn er í kolum og koksi. Við framleiðslu kísilmálms hvarfast brennisteinn við súrefni og berst út í andrúmsloftið sem brennisteinstvíoxíð (SO2) sem gæti haft áhrif á lífríkið.

Í starfsleyfi Elkem eru skilgreind ákveðin viðmiðunarmörk varðandi framleiðslu, útblástur, reykhreinsivirki og neyðarreyklos.

  • Brennisteinn í kolefnisgjöfum og rafskautaefni skal vera innan við 30 kg SO2 fyrir hvert framleitt tonn af kísilmálmi.

SO2 kg/tonn framleitt FeSi

SO2 losun árin 2019-2023