Umhverfisþættir og vöktun

Neyðarreyklosun

Reykur fer einungis óhreinsaður út í andrúmsloftið ef bilun verður í búnaði ofna og reykhreinsivirkja. Þetta er skilgreint sem neyðarreyklosun og veldur sjónmengun. Stöðugt eftirlit er með rekstri ofna og búnaði reykhreinsivirkjanna.

Árið 2019 settum við okkur metnaðarfyllri markmið um heildartíma neyðarreyklosa eða frá 0,25% niður í 0,05% af heildar rekstrartíma ofna. Við trúum að hægt sé að reka kíslimálmsofn án þess að grípa þurfi til neyðarreyklosunar og er það okkar langtíma markmið.

Neyðarreyklos árið 2023 frá öllum ofnum voru rúmar 8 klst. eða 0,04% af rekstrartíma ofnanna.

Við hjá Elkem höfum við sett okkur markmið umfram lágmarkskröfur í starfsleyfi vegna neyðarreyklosunar. Við ætlum:

  • Að viðhalda stöðugleika í rekstri þannig að ofnrekstur allra ofna án neyðarreyklosunar haldist yfir 99,95% á ársgrundvelli.

Leyfileg hámarksreyklosun hvers ofns má ekki vera meiri en sem nemur 1,0% af rekstrartíma ofna.

Kísilryk fer út í andrúmsloftið þegar neyðarreyklosun á sér stað en rykið er myndlaust (enska: amorphous) og hefur engin þekkt neikvæð áhrif á umhverfið en veldur hins vegar sjónmengun.