Yfirlýsing forstjóra

Elkem Ísland leggur metnað sinn í að starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við umhverfið og sitt nánasta samfélag. Þess vegna er stefna Elkem Íslands að draga markvisst úr áhrifum starfseminnar á ytra umhverfi og fylgja í hvívetna ákvæðum starfsleyfis. Elkem Ísland stefnir jafnframt að stöðugum framförum í störfum sínum og það endurspeglast í metnaði okkar í umhverfismálum.

Þessi skýrsla inniheldur grænt bókhald fyrirtækisins og niðurstöður sbr. kafla 3.4 í starfsleyfi fyrir almanaksárið 2023. Upplýsingar um hráefna- og raforkunotkun eru birtar sem vísitölur sbr. heimild í reglugerð nr. 851/2002 um grænt bókhald.

Elkem Ísland vinnur samkvæmt stefnu móðurfélagsins, Elkem ASA í umhverfismálum. Elkem ASA hefur þá metnaðarfullu sýn að tryggja sjálfbærni í iðnaðinum. Undanfarin ár hefur félagið hlotið viðurkenningar á sviði sjálfbærnis- og umhverfismála:

  • Hæstu einkunn CDP (Carbon Disclosure Project) en Elkem ASA er í hópi þeirra fyrirtækja sem standa fremst varðandi gagnsæi í aðgerðum varðandi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, ábyrgri nýtingu skóga og vatns.
  • Gull verðlaun EcoVadis m.t.t. sjálfbærnar, gagnsæis og aðgerða.
  • Hæsta einkunn ESG100 fyrir sjálfbærnisskýrslu félagsins
  • Er í hópi efstu fyrirtækja sem borin eru saman af S&P Global Corporate Sustainability Assessment.

Á árinu 2023 var notkun endurnýjanlegra kolefnisgjafa hærri en nokkru sinni fyrr eða 23,5% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda en Elkem vinnur að því að auka þetta hlutfall í samræmi við stefnu móðurfélagains. Markmið okkar við að koma í veg fyrir neyðarreykslepp frá kísilmálmsofnum fyrirtækisins náðist og var 0,04% af heildarrekstrartíma allra ofna eða um átta klukkustundir, við stöndum frammi fyrir gríðarlegum tækifærum á sviði sjálfbærnar og vinnum markvisst að því að nýta þau, meðal annars með bættri nýtingu og endurvinnslu orku, kolefnisföngun og nýtingu, bættri meðhöndlun aukaafurða, minni rykmyndun frá verksmiðjunni og öðrum mikilvægum verkefnum.

Málmurinn sem við framleiðum á Grundartanga birtist neytendum um allan heim í formi flestra tegunda rafmagnsbíla, heimilistækja með A+ (eða hærra) orkunýtingarstuðul og vindmyllur sem framleiða endurnýjanlega orku. Starfsfólk Elkem Ísland gegnir því stærra hlutverki en gengur og gerist hjá starfsfólki íslenskra fyrirtækja við að ná fram heimsmarkmiðunum á sviði loftlagsmála sem skilgreind eru í Parísarsamkomulaginu.4

Grundartangi, 30. apríl 2023
Álfheiður Ágústsdóttir
Forstjóri

Allar upplýsingar í þessari skýrslu eru réttar og veittar eftir bestu vitund.